MeToo byltingin óþægileg og sársaukafull en til mikils gagns Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing í dag. Vísir/Hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“ MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“
MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira