Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 09:10 Hinrik prins og Margrét Þórhildur í Château de Cayx árið 1997. Vísir/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent