Aðlögun Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun