Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 13. febrúar 2018 04:54 Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Tengdar fréttir Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun