Fjölmenning á Íslandi - 2 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:28 Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar