Mikil snjóflóðahætta og rauð viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, en utan byggðar. Mikill nýr snjór þar hefur fallið ofan á gamlan snjó og eru nýju snjóalögin óstöðug.
Viðbúið er að snjórinn verði áfram óstöðugur eftir að veður gengur niður og þarf fólk því að fara afar varlega til fjalla. Hvergi hefur þó verið gripið til rýmingar húsa, svo fréttastofu sé kunnugt um.
Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. Að öllum líkindum eiga svo fleiri snjóflóð eftir að koma í ljós þegar birtir af degi og vegir verða opnaðir.
Þá er enn töluverð snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga sem og á Austfjörðum.
Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum

Tengdar fréttir

„Veturinn á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum“
Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fékk mikla athygli.

Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð
lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag.