Logi segir Pedersen einn besta þjálfara sem hann hefur haft Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:00 Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira