Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna innbrota í gagnaver Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:42 Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. vísir/gva Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings vegna umfangsmikilla innbrota í gagnaver en þjófar höfðu á brott með sér verðmætan tækjabúnað, um sex hundruð tölvur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.Vísir sagði frá því fyrir viku að tveir íslenskri menn sæti gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem 600 tölvum var stolið. Brotin áttu sér stað á tímabilinu frá 5. Desember 2017 til 16. Janúar 2018 og eru verðmætin talin nema rúmum 200 milljóna króna. Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu en sérstaklega er leitað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sjá um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma. Upplýsingasími lögreglu er 444-2200 og þá er einnig hægt að koma upplýsingum til lögreglu í gegnum pósthólfið á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Advania greindi frá því síðdegis 21. febrúar að að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði að innbrotið hefði náðst á upptöku öryggismyndavéla svæðisins. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings vegna umfangsmikilla innbrota í gagnaver en þjófar höfðu á brott með sér verðmætan tækjabúnað, um sex hundruð tölvur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.Vísir sagði frá því fyrir viku að tveir íslenskri menn sæti gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem 600 tölvum var stolið. Brotin áttu sér stað á tímabilinu frá 5. Desember 2017 til 16. Janúar 2018 og eru verðmætin talin nema rúmum 200 milljóna króna. Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu en sérstaklega er leitað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sjá um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma. Upplýsingasími lögreglu er 444-2200 og þá er einnig hægt að koma upplýsingum til lögreglu í gegnum pósthólfið á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Advania greindi frá því síðdegis 21. febrúar að að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði að innbrotið hefði náðst á upptöku öryggismyndavéla svæðisins. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi.
Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42
Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15