Hinrik Ingi Óskarsson er efstur af íslensku strákunum en þeir Árni Björn Kristjánsson og Björgvin Karl Guðmundsson komust einnig inn á topp tíu.
Anníe Mist er eina íslenska stelpan á topp tíu en Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði ellefta og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í átján sæti.
Anníe Mist kláraði 428 endurtekningar eða átta fleiri en þær Kristin Holte og Laura Horvath sem eru jafnar í 3. sæti.
Okkar kona átti hinsvegar ekkert í Samönthu Briggs sem gerði 452 endurtekningar og vann þennan hluta með nokkrum yfirburðum. Katrín Tanja kláraði 413 endutekningar en Ragnheiður Sara 410. Það má nálgast stöðuna hér.
.@swoodland53 takes a preliminary look at the top of the Leaderboard after #18point1pic.twitter.com/VvB0wbIJ6V
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) February 27, 2018
Árni Björn Kristjánsson og Björgvin Karl Guðmundsson voru síðan jafnir í níunda sætinu með 474 endurtekningar hvor. Það má nálgast stöðuna hér.
Í æfingaröð 18.1 áttu þátttakendur í fyrsta lagi að hanga og lyfta tánum í slá átta sinnum, þá að jafnhenda handlóði tíu sinnum yfir öxlina og loks að eyða ákveðnum fjölda kaloría í róðravélinni. Hver keppandi fékk tuttugu mínútur til að klára eins margar endurtekningar og hann gart.
Opni hluti heimsleikanna skiptist niður í fimm æfingaraðir og verður sú síðasta kynnt hér á landi.