Norðmenn banna sigurvegara fyrir 13 ára aldur og það er greinilega að ganga upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 12:00 Ingvild Flugstad Oestberg, Astrid Uhrenholdt Jacobsen, Ragnhild Haga og Marit Björgen með gullverðlaun sín í boðgöngu. Vísir/Getty Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira