Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2018 19:00 Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn. Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn.
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“