Ábyrgð þorps Magnús Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun