Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2018 14:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. Þar var hún mætt ásamt Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni Morgunblaðsins, Andrési Inga Jónssyni þingmanni Vinstri grænna og Atla Thor Fanndal blaðamanni til að ræða málefni líðandi stundar. Talið barst talið að nýrri úttekt alþjóðlegu samtakanna Transparency International sem mælt hefur spillingu í ríkjum heims í aldarfjórðung. Er Ísland þar spilltasta ríki Norðurlandanna, en engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem hvað minnst spilling fyrirfinnst. Heilbrigt umhverfi fyrir fjölmiðla Þórhildur talaði fyrir því að sjálfstæðum fjölmiðlum yrði boðið upp á heilbrigt umhverfi þannig að þeir geti veitt yfirvaldinu aðhald. Stór hvati væri fyrir áframhaldandi spillingu með því að draga úr sjálfstæðum fjölmiðlum. Sagði Þórhildur það gert með því að höfða allt að því töpuð meiðyrðamál gegn litlum fjölmiðlum svo þeir geti ekki sinnt sínu starfi nægjanlega vel og fara fram á lögbann. Nefndi hún lögbann sem sett var á Stundina sem dæmi. Hún sagði að það lægi við að draga þyrfti upplýsingar úr ráðamönnum með töngum og nefndi sem dæmi mál tengdum uppreist æru, Landsdómi og akstursgreiðslur þingamanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Dómstóla að skera úr um það Vildi Þórhildur meina að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Vildi hún einnig meina að uppi væri rökstuddur grunur um Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði leynt upplýsingum er varða uppreist æru-málið og Landsréttarmálið Þá taldi hún einnig rökstuddan grun um að Bjarni Benediktsson hefði í krafti valds síns leynt skýrslum og að uppi væri rökstuddur grunur um að hann hefði ekki í staðið í skilum því ekki hefðu fengist skýr svör frá honum vegna Panama-skjalanna. Hún tók það fram að hún sé ekki að segja að þessir einstaklingar sem hún nefndi séu sekir, það sé dómstóla að skera úr um það. Hún sagði að lítið heyrðist frá stofnunum sem eiga að hafa eftirlit með ráðamönnum og nefndi þar ríkissaksóknara, lögreglu og ríkisendurskoðun. Sagði hún aðeins eina opinbera rannsókn hafa farið fram á brotum æðstu ráðamanna og það hafi verið sakamálarannsókn gagnvart Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir fjárdrátt. Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli Almenningur látinn sæta mjög ströngum reglum Hún sagði viðhorfið hér á landi vera það að efsta lag samfélagsins sé hafið yfir lögin á meðan almenningur er látinn sæta mjög ströngum reglum. Sagði hún að almennur borgari þurfi að sæta rannsókn sé minnsti grunur um skattaundanskot eða bótasvik. Þórhildur sagði einnig að það tíðkist hér á landi að æðstu menn í stjórnsýslunni séu nánast „verðlaunaðir“, eins og hún orðaði það, fyrir að brjóta reglur. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna. Sem ég kalla bara verðlaun fyrir vonda hegðun og á sama tíma að losa hann úr þessu vandamáli. Við sjáum það bara endurtekið að ef einhver brot eiga sér stað þá eru engar afleiðingar fyrir æðstu lög samfélagsins og það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ sagði Þórhildur Sunna. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. Þar var hún mætt ásamt Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni Morgunblaðsins, Andrési Inga Jónssyni þingmanni Vinstri grænna og Atla Thor Fanndal blaðamanni til að ræða málefni líðandi stundar. Talið barst talið að nýrri úttekt alþjóðlegu samtakanna Transparency International sem mælt hefur spillingu í ríkjum heims í aldarfjórðung. Er Ísland þar spilltasta ríki Norðurlandanna, en engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem hvað minnst spilling fyrirfinnst. Heilbrigt umhverfi fyrir fjölmiðla Þórhildur talaði fyrir því að sjálfstæðum fjölmiðlum yrði boðið upp á heilbrigt umhverfi þannig að þeir geti veitt yfirvaldinu aðhald. Stór hvati væri fyrir áframhaldandi spillingu með því að draga úr sjálfstæðum fjölmiðlum. Sagði Þórhildur það gert með því að höfða allt að því töpuð meiðyrðamál gegn litlum fjölmiðlum svo þeir geti ekki sinnt sínu starfi nægjanlega vel og fara fram á lögbann. Nefndi hún lögbann sem sett var á Stundina sem dæmi. Hún sagði að það lægi við að draga þyrfti upplýsingar úr ráðamönnum með töngum og nefndi sem dæmi mál tengdum uppreist æru, Landsdómi og akstursgreiðslur þingamanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Dómstóla að skera úr um það Vildi Þórhildur meina að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Vildi hún einnig meina að uppi væri rökstuddur grunur um Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði leynt upplýsingum er varða uppreist æru-málið og Landsréttarmálið Þá taldi hún einnig rökstuddan grun um að Bjarni Benediktsson hefði í krafti valds síns leynt skýrslum og að uppi væri rökstuddur grunur um að hann hefði ekki í staðið í skilum því ekki hefðu fengist skýr svör frá honum vegna Panama-skjalanna. Hún tók það fram að hún sé ekki að segja að þessir einstaklingar sem hún nefndi séu sekir, það sé dómstóla að skera úr um það. Hún sagði að lítið heyrðist frá stofnunum sem eiga að hafa eftirlit með ráðamönnum og nefndi þar ríkissaksóknara, lögreglu og ríkisendurskoðun. Sagði hún aðeins eina opinbera rannsókn hafa farið fram á brotum æðstu ráðamanna og það hafi verið sakamálarannsókn gagnvart Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir fjárdrátt. Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli Almenningur látinn sæta mjög ströngum reglum Hún sagði viðhorfið hér á landi vera það að efsta lag samfélagsins sé hafið yfir lögin á meðan almenningur er látinn sæta mjög ströngum reglum. Sagði hún að almennur borgari þurfi að sæta rannsókn sé minnsti grunur um skattaundanskot eða bótasvik. Þórhildur sagði einnig að það tíðkist hér á landi að æðstu menn í stjórnsýslunni séu nánast „verðlaunaðir“, eins og hún orðaði það, fyrir að brjóta reglur. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna. Sem ég kalla bara verðlaun fyrir vonda hegðun og á sama tíma að losa hann úr þessu vandamáli. Við sjáum það bara endurtekið að ef einhver brot eiga sér stað þá eru engar afleiðingar fyrir æðstu lög samfélagsins og það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ sagði Þórhildur Sunna.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31
Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23