Vinstrið og verkalýðsbaráttan Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2018 14:24 Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun