Kenndu liðsfélaganum um tapið en nú vill kóreska þjóðin setja þær sjálfar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Kim Bo Reum og Park Ji Woo voru langt á undan Noh Seon-yeong. Vísir/EPA Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn. Ólympíuleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn.
Ólympíuleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira