Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 14:50 Lilja Margrét Olsen er verjandi mannsins sem ráðist var á á Litla Hrauni í vikunni. Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00