Slysasleppingar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun