Ótuktarlýður Frosti Logason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar