Ótuktarlýður Frosti Logason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar