Innlent

Vatnavextir í Fáskrúðsfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úrkomuspákort Veðurstofu Íslands sem sýnir mikla úrkomu á suðaustanverðu landinu.
Úrkomuspákort Veðurstofu Íslands sem sýnir mikla úrkomu á suðaustanverðu landinu. veðurstofa íslands
Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og biður Vegagerðin vegfarendur um að fara varlega og sýna aðgát. Þá er töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur þar einnig beðnir um að fara varlega. Mikil úrkoma hefur verið á Suðausturlandi í dag.

Færð og aðstæður á vegum eru annars eftirfarandi:

Á Suður- og Suðvesturlandi er að mestu greiðfært en hálkublettir eru á nokkrum leiðum og snjóþekja á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Flughálka er á efri hluta Grafningsvegar.

Vegir eru víða greiðfærir á Vesturlandi en hálkublettir eða hálka er á nokkrum leiðum, einkum fjallvegum.

Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er mikið greiðfært en hálkublettir eða hálka á fjallvegum og útvegum.

Það er víða hálkublettir á Austurlandi en að mestu greiðfært með suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×