Brynjar um keppnina í Dominos-deildinni: „Erum mest að keppa við okkur sjálfa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58