Innlent

Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ef fólk er veðurteppt eða fast í umferð er hægt að stytta sér stundir með því að fylgjast með lægðinni á gagnvirku korti.
Ef fólk er veðurteppt eða fast í umferð er hægt að stytta sér stundir með því að fylgjast með lægðinni á gagnvirku korti. Skjáskot
Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri í dag sem byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum.

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu.

Búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

Hægt er að fylgjast með lægðinni fara yfir landið á kortinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×