Innlent

Samningar flugliða hjá WOW felldir öðru sinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfir helmingur, eða 54 prósent, þeirra sem kusu hafnaði samningnum.
Yfir helmingur, eða 54 prósent, þeirra sem kusu hafnaði samningnum. Vísir/vilhelm
„Þá er bara að þreifa á vilja okkar félagsmanna, hvað það er sem þeir telja ábótavant við samninginn og halda í samningaviðræður að nýju,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Flugliðar hjá WOW hafa fellt kjarasamning við vinnuveitanda sinn öðru sinni. Atkvæðagreiðslu lauk í fyrradag.

„Þetta er komið á annað ár sem þau eru búin að vera samningslaus og það liggur á að gera samninga sem meirihlutinn er sáttur við,“ segir Berg­lind. Aðspurð segir hún flugliða hjá WOW þó ekkert vera farna að ræða um verkfall. Berglind segist ekki geta gefið upp hvað samið var um né heldur hvað það er í samningunum sem flugliðar WOW eru ósáttir við. 

Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, eða 54 prósent, hafnaði samningnum.Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var tæplega 77 prósent. 360 félagsmenn greiddu atkvæði en 468 voru á kjörskrá.

Samningar flugliða hjá Air Iceland Connect og Ice­landair renna út í lok árs en þeir samningar eru bundnir forsenduákvæði eins og samningar flestra starfsmanna á almennum markaði. „Þannig að ef þeim verður sagt upp að þá er heimild fyrir okkur til þess að segja upp samningunum,“ segir Berglind.


Tengdar fréttir

Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag

Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×