Dæmdur fjárkúgari lagði Landsbankann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2018 10:45 G.T. Samsteypan tók 13 milljóna króna lán frá Landsbankanum árið 2006. Um var að ræða svokallað fjölmyntalán. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum. Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum.
Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05
Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur