Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Angela Merkel og Annegret Kramp-Karrenbauer á góðri stund. Sú síðarnefnda hefur oft verið nefnd sem mögulegur arftaki Angelu Merkel. Vísir/AFP Annegret Kramp-Karrenbauer, forsætisráðherra í Saarlandi, einu af minnstu sambandsríkjum Þýskalands, hefur lengi verið orðuð við að verða arftaki Angelu Merkel kanslara í þýskum stjórnmálum. Þýskir miðlar hafa kallað hana „Mini-Merkel“ og hún er vinsæl innan raða flokks þeirra, Kristilegra demókrata (CDU), eftir kosningasigur í Saarlandi í fyrra þar sem CDU jók meirihluta sinn þrátt fyrir að útlit væri fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) bæri sigur úr býtum. Nú virðist enn líklegra að Kramp-Karrenbauer sé væntanlegur arftaki Merkel en kanslarinn lýsti í gær yfir stuðningi við hana í baráttunni um aðalritarastól flokksins. Frá þessu greindu fjölmargir þýskir miðlar. Peter Tauber, fráfarandi aðalritari, segir af sér í dag og sagði Deutsche Welle að hann hafi tekið þá ákvörðun vegna baráttu sinnar við alvarleg veikindi. Fyrir það þvertóku þó heimildarmenn DPA og sögðu veikindi ekki ástæðuna. Kjörtímabili Taubers átti að ljúka í desember næstkomandi en nú er útlit fyrir að eftirmaður hans verði valinn á flokksþingi þann 26. febrúar næstkomandi. Á þinginu munu flokksmenn jafnframt greiða atkvæði um hvort mynda eigi ríkisstjórn með SPD en samkomulag náðist á milli flokkanna fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða stjórnarkreppu. Nokkur óánægja er sögð ríkja í flokknum með samkomulagið, einkum vegna þess að SPD fær fjármálaráðuneytið. Óánægja með samkomulagið og væntanlegt samstarf er einnig greinileg á meðal jafnaðarmanna. Martin Schulz, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði á kosninganótt í ljósi afhroðsins sem flokkurinn galt í kosningum síðasta árs að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Schulz gekk á bak orða sinna eftir mánaðalanga stjórnarkreppu og komst að samkomulagi við CDU um áframhaldandi samstarf hins svokallaða stórbandalags.Marin Schulz gekk á bak orða sinna við litla hrifningu stuðningsmanna sinna.Vísir/AFPÓljóst er hvort SPD samþykkir samstarf við CDU. Atkvæðagreiðsla um samstarfið hefst í dag á meðal nærri 500.000 flokksmanna SPD og greiða þeir atkvæði með pósti. Líklegt þykir að samstarfið verði samþykkt. Bild am Sonntag greindi frá því um helgina að 26 af þeim 35 borgarstjórum sem SPD á í stórum borgum og bæjum styðji samstarfið. Þá sýndi könnun Kantar Emnid á föstudag að tveir af hverjum þremur styddu samstarfið. Nú mælist Jafnaðarmannaflokkurinn með um sextán prósenta fylgi ef marka má könnun Forsa frá því á föstudag. Svo lítið fylgi hefur flokkurinn ekki fengið í kosningum frá því 1887 þegar hann fékk 10,1 prósent greiddra atkvæða, að undanskildum þeim tvennu kosningum á síðustu öld þar sem nasistar voru einir í framboði. Merkel lagði til á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær að Kramp-Karrenbauer yrði nýr aðalritari og samkvæmt heimildarmanni Reuters af fundinum var einróma stuðningur við þá hugmynd kanslarans. Þykir því líklegt að Kramp-Karrenbauer verði valin aðalritari á flokksþinginu. „Við höfum þekkst lengi og treystum hvor annarri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á hinu og þessu,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. Aðspurð um hvort Kramp-Karrenbauer væri væntanlegur arftaki hennar sagði Merkel: „Ykkar forréttindi eru að þið getið verið þrjá hringi á undan öðrum. Við stjórnmálamenn þurfum að fást við viðfangsefni dagsins í dag.“ Sjálf var Merkel aðalritari CDU áður en hún varð kanslari og þykir stuðningur kanslarans því benda sterklega til þess að Merkel hafi fundið arftaka sinn. Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, forsætisráðherra í Saarlandi, einu af minnstu sambandsríkjum Þýskalands, hefur lengi verið orðuð við að verða arftaki Angelu Merkel kanslara í þýskum stjórnmálum. Þýskir miðlar hafa kallað hana „Mini-Merkel“ og hún er vinsæl innan raða flokks þeirra, Kristilegra demókrata (CDU), eftir kosningasigur í Saarlandi í fyrra þar sem CDU jók meirihluta sinn þrátt fyrir að útlit væri fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) bæri sigur úr býtum. Nú virðist enn líklegra að Kramp-Karrenbauer sé væntanlegur arftaki Merkel en kanslarinn lýsti í gær yfir stuðningi við hana í baráttunni um aðalritarastól flokksins. Frá þessu greindu fjölmargir þýskir miðlar. Peter Tauber, fráfarandi aðalritari, segir af sér í dag og sagði Deutsche Welle að hann hafi tekið þá ákvörðun vegna baráttu sinnar við alvarleg veikindi. Fyrir það þvertóku þó heimildarmenn DPA og sögðu veikindi ekki ástæðuna. Kjörtímabili Taubers átti að ljúka í desember næstkomandi en nú er útlit fyrir að eftirmaður hans verði valinn á flokksþingi þann 26. febrúar næstkomandi. Á þinginu munu flokksmenn jafnframt greiða atkvæði um hvort mynda eigi ríkisstjórn með SPD en samkomulag náðist á milli flokkanna fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða stjórnarkreppu. Nokkur óánægja er sögð ríkja í flokknum með samkomulagið, einkum vegna þess að SPD fær fjármálaráðuneytið. Óánægja með samkomulagið og væntanlegt samstarf er einnig greinileg á meðal jafnaðarmanna. Martin Schulz, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði á kosninganótt í ljósi afhroðsins sem flokkurinn galt í kosningum síðasta árs að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Schulz gekk á bak orða sinna eftir mánaðalanga stjórnarkreppu og komst að samkomulagi við CDU um áframhaldandi samstarf hins svokallaða stórbandalags.Marin Schulz gekk á bak orða sinna við litla hrifningu stuðningsmanna sinna.Vísir/AFPÓljóst er hvort SPD samþykkir samstarf við CDU. Atkvæðagreiðsla um samstarfið hefst í dag á meðal nærri 500.000 flokksmanna SPD og greiða þeir atkvæði með pósti. Líklegt þykir að samstarfið verði samþykkt. Bild am Sonntag greindi frá því um helgina að 26 af þeim 35 borgarstjórum sem SPD á í stórum borgum og bæjum styðji samstarfið. Þá sýndi könnun Kantar Emnid á föstudag að tveir af hverjum þremur styddu samstarfið. Nú mælist Jafnaðarmannaflokkurinn með um sextán prósenta fylgi ef marka má könnun Forsa frá því á föstudag. Svo lítið fylgi hefur flokkurinn ekki fengið í kosningum frá því 1887 þegar hann fékk 10,1 prósent greiddra atkvæða, að undanskildum þeim tvennu kosningum á síðustu öld þar sem nasistar voru einir í framboði. Merkel lagði til á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær að Kramp-Karrenbauer yrði nýr aðalritari og samkvæmt heimildarmanni Reuters af fundinum var einróma stuðningur við þá hugmynd kanslarans. Þykir því líklegt að Kramp-Karrenbauer verði valin aðalritari á flokksþinginu. „Við höfum þekkst lengi og treystum hvor annarri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á hinu og þessu,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. Aðspurð um hvort Kramp-Karrenbauer væri væntanlegur arftaki hennar sagði Merkel: „Ykkar forréttindi eru að þið getið verið þrjá hringi á undan öðrum. Við stjórnmálamenn þurfum að fást við viðfangsefni dagsins í dag.“ Sjálf var Merkel aðalritari CDU áður en hún varð kanslari og þykir stuðningur kanslarans því benda sterklega til þess að Merkel hafi fundið arftaka sinn.
Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. 12. febrúar 2018 11:36