Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Miðasölumálið varpaði dökkum skugga á viðburð Sigur Rósar í Hörpu í desember. Tekist var á um frávísunarkröfu í málinu fyrir dómi í gær. Vísir/Getty Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24