Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. september 2017 05:00 Til stendur að Sigur Rós haldi ferna tónleika í Hörpu í desember. Dularfullir fjármálagjörningar hafa þó sett svartan blett á aðdragandann. vísir/getty Alvarlegt mál er komið upp vegna fyrirhugaðrar tónleikaraðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu þar sem tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna eru horfnir. Liðsmaður Sigur Rósar staðfestir að ákveðið vandamál hafi komið upp en unnið sé að því að leysa það. Forstjóri Hörpu segir að það sé ófrávíkjanleg regla að ræða ekki einstaka viðskipti eða viðburði. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljómsveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virðist tónleikahaldarinn síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ráðstöfunin afar óeðlileg enda hafi hvorki samráð né samband verið haft við meðlimi sveitarinnar vegna hennar, og hafi þeir frétt af málinu út undan sér.Svanhildur Kornáðsdóttir, forstjóri Hörpu. Fréttablaðið/ValliÞá leiki verulegur vafi á því hvort forstjórinn hafi haft heimild til að greiða peningana út eða ábyrgðarmaður tónleikanna haft heimild til að óska eftir þeim og ráðstafa að vild enda hafi gjörningurinn verið gerður þvert á ráðleggingar annars starfsfólks í Hörpu. Komin er upp sú staða að milljónatugirnir finnast ekki, illa hefur gengið að fá þá til baka og Harpa ekki viljað ábyrgjast upphæðina sem greidd var út. Sigur Rós á að koma fram á fernum tónleikum í lok desember undir yfirskriftinni Norður og niður, en heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi skapað mikla óvissu um hvort þeir geti farið fram. Tónleikahaldaranum hefur verið gert að segja sig frá verkefninu og annar einstaklingur fenginn til að taka við. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir aðspurð um málið og sinn þátt í því að það sé grundvallaratriði þar á bæ að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá Sigur Rós vegna málsins og staðfestir Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, að vandamál hafi komið upp. „Það er visst vandamál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu.“ Kveðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Ekki náðist í tónleikahaldarann við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 09.35: Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.„Af gefnu tilefniUndirritaður hefur starfað að hinum ýmsu verkefnum með hljómsveitinni Sigur Rós og samstarfsfólki þeirra síðan 2005. Meðal annars hefur undirritaður tekið ábyrgð á tónleikum þeirra á Íslandi síðan þá.Engin breyting er þar á varðandi ferna tónleika hljómsveitarinnar í Eldborg nú milli jóla - og nýárs.Undirritaður er annarsvegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikana.Skyldur aðila vegna tónleikana eru skýrar og hef ég staðið við minn hlut þar og mun gera svo áfram. Vænti ég þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama.Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fengin að því verkefni sem slíku.Með vinsemd og virðingu,Kári Sturluson“ Markaðir Tengdar fréttir Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45 Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Alvarlegt mál er komið upp vegna fyrirhugaðrar tónleikaraðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu þar sem tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna eru horfnir. Liðsmaður Sigur Rósar staðfestir að ákveðið vandamál hafi komið upp en unnið sé að því að leysa það. Forstjóri Hörpu segir að það sé ófrávíkjanleg regla að ræða ekki einstaka viðskipti eða viðburði. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljómsveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virðist tónleikahaldarinn síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ráðstöfunin afar óeðlileg enda hafi hvorki samráð né samband verið haft við meðlimi sveitarinnar vegna hennar, og hafi þeir frétt af málinu út undan sér.Svanhildur Kornáðsdóttir, forstjóri Hörpu. Fréttablaðið/ValliÞá leiki verulegur vafi á því hvort forstjórinn hafi haft heimild til að greiða peningana út eða ábyrgðarmaður tónleikanna haft heimild til að óska eftir þeim og ráðstafa að vild enda hafi gjörningurinn verið gerður þvert á ráðleggingar annars starfsfólks í Hörpu. Komin er upp sú staða að milljónatugirnir finnast ekki, illa hefur gengið að fá þá til baka og Harpa ekki viljað ábyrgjast upphæðina sem greidd var út. Sigur Rós á að koma fram á fernum tónleikum í lok desember undir yfirskriftinni Norður og niður, en heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi skapað mikla óvissu um hvort þeir geti farið fram. Tónleikahaldaranum hefur verið gert að segja sig frá verkefninu og annar einstaklingur fenginn til að taka við. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir aðspurð um málið og sinn þátt í því að það sé grundvallaratriði þar á bæ að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá Sigur Rós vegna málsins og staðfestir Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, að vandamál hafi komið upp. „Það er visst vandamál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu.“ Kveðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Ekki náðist í tónleikahaldarann við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 09.35: Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.„Af gefnu tilefniUndirritaður hefur starfað að hinum ýmsu verkefnum með hljómsveitinni Sigur Rós og samstarfsfólki þeirra síðan 2005. Meðal annars hefur undirritaður tekið ábyrgð á tónleikum þeirra á Íslandi síðan þá.Engin breyting er þar á varðandi ferna tónleika hljómsveitarinnar í Eldborg nú milli jóla - og nýárs.Undirritaður er annarsvegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikana.Skyldur aðila vegna tónleikana eru skýrar og hef ég staðið við minn hlut þar og mun gera svo áfram. Vænti ég þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama.Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fengin að því verkefni sem slíku.Með vinsemd og virðingu,Kári Sturluson“
Markaðir Tengdar fréttir Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45 Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Blaðamaður Vísis fékk að vera fluga á vegg á tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. 17. september 2016 09:45
Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels