Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 19:24 Sigur Rós á Sviði vísir/getty Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00