Loforðið um 300 þúsund króna lífeyri aldraðra svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun