Keli þjófur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. mars 2018 07:00 Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun