Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37