Innlent

Áfram kalt og sólríkt sunnan heiða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig.
Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig. Vísir/Ernir
Útlit er fyrir svipað veður í dag og var í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Búist er við norðlægum kalda eða strekkingi með éljum norðan- og austanlands en bjart sunnan heiða. Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig.

Á morgun er svo sama veður áfram í kortunum, utan væntanlegrar samfelldrar snjókomu í nokkrar klukkustundir austanlands. Þá gæti borið á hvössum vindstrengjum suðaustantil á landinu.

Norðaustlæg átt virðist enn fremur ætla að verða ríkjandi á landinu í næstu viku og áfram verður kalt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:



Á þriðjudag:

Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni í fyrstu. Dálítil él N- og A-lands, annars þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig. 

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustanátt, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s. Él norðan og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig. 

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir allhvassa eða hvassa austan- og norðaustanátt. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Vægt frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×