Ólafur: Þakka stuðningsmönnum ÍR fyrir að kveikja í mér Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2018 21:40 Ólafur Ólafsosn, leikmaður Grindavíkur. Vísir/Eyþór „Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15