Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun