Árétta að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítala Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 18:12 Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. vísir/hanna Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira