Handbolti

Ragnar skoraði tíu mörk úr tíu skotum

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnar Jóhannsson var allt í öllu í dag.
Ragnar Jóhannsson var allt í öllu í dag. Vísir/Vilhelm
Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson átti stórleik fyrir Hüttenberg þegar liðið gerði jafntefli við Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ragnar var markahæsti maður vallarins með tíu mörk úr tíu skotum í leiknum, en leiknum leik með jafntefli, 30-30. Hann átti auk þess tvær stoðsendingar. Hüttenberg situr í 17. sæti þýsku deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Rhein Neckar Löwen þegar liðið vann Lübbecke með tíu mörkum, 28-38. Guðjón Valur Sigurðsson kom ekki við sögu í leiknum. Með sigrinum juku Ljónin forystu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar um tvö stig, en liðið á leik til góða á Flensburg sem er í 2. sæti.

Wetzlar sigraði Hannover í jöfnum leik, 29-26. Wetzlar situr í 9. sæti deildarinnar en Hannover er 4. sæti.

Gummersbach komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann Leipzig með fimm mörkum, 29-24, en liðið hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni.

Lemgo og Magdeburg skiptu síðan stigunum tveimur á milli sín en liðin skildu jöfn, 27-27. Lemgo náði þar með að stöðva sigurgöngu Magdeburg sem hafði unnið 10 leiki í röð fyrir leikinn í dag.



Úrslit dagsins:

Wetzlar - Hannover  29-26

Lemgo - Magdeburg  27-27

Lübbecke - RN Löwen  28-38

Stuttgart - Hüttenberg  30-30

Gummersbach - Leipzig  29-24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×