Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. mars 2018 17:29 Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu. VISIR/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar. Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar.
Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25