Statoil skiptir um nafn Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:47 Úr höfuðstöðvum fyrirtæksins. Maðurinn til vinstri er fyrrverandi forstjóri þess, Helge Lund. Vísir/AFP „Við teljum þetta vera sögulegan dag. Í næstum 50 ár hefur hið flotta nafn Statoil þjónað okkur vel. En nú þegar við horfum til næstu 50 ára, breytingana á orkubúskapi heimsins og hvernig við þróum breiðara orkufyrirtæki, þá er eðlilegt skref að skipta um nafn,“ segir forstjóri Statoil, Eldar Sætre. Tillaga hefur verið lögð fram af stjórn norska ríkisolíufyrirtæksins um að breyta nafni Statoil í Equinor. Gert er ráð fyrir því að nafnabreytingin verði formlega kynnt á ársfundi fyrirtækisins þann 15. maí næstkomandi. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Søviknes, segir að norsk stjórnvöld styðji fyrirtækið heilshugar við nafnaskiptin. Þannig munu þau kjósa með tillöguna á ársfundinum í maí. Statoil segir í samtali við norska miðilinn E24 að nafnð Equinor sé engin hrákasmíð. Nafnið eigi að fá fólk til að hugsa um hið víðfræga norska jafnrétti. Það sé samsett úr tveimur hlutum: „Nor“ sem vísar til Noregs og „Equi“ er sótt úr ensku, enda líkt orðunum „equal,“ (jöfn) „equality“ (jafnfrétti) og „equilibrium“ (jafnvægi). Nafnið Equinor er þó þegar í notkun í Noregi. Ríkisolíufyrirtækið þarf því að komast að samkomulagi við norskan dýralækni, en „equi“ vísar jafnframt til hests á latínu. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Við teljum þetta vera sögulegan dag. Í næstum 50 ár hefur hið flotta nafn Statoil þjónað okkur vel. En nú þegar við horfum til næstu 50 ára, breytingana á orkubúskapi heimsins og hvernig við þróum breiðara orkufyrirtæki, þá er eðlilegt skref að skipta um nafn,“ segir forstjóri Statoil, Eldar Sætre. Tillaga hefur verið lögð fram af stjórn norska ríkisolíufyrirtæksins um að breyta nafni Statoil í Equinor. Gert er ráð fyrir því að nafnabreytingin verði formlega kynnt á ársfundi fyrirtækisins þann 15. maí næstkomandi. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Søviknes, segir að norsk stjórnvöld styðji fyrirtækið heilshugar við nafnaskiptin. Þannig munu þau kjósa með tillöguna á ársfundinum í maí. Statoil segir í samtali við norska miðilinn E24 að nafnð Equinor sé engin hrákasmíð. Nafnið eigi að fá fólk til að hugsa um hið víðfræga norska jafnrétti. Það sé samsett úr tveimur hlutum: „Nor“ sem vísar til Noregs og „Equi“ er sótt úr ensku, enda líkt orðunum „equal,“ (jöfn) „equality“ (jafnfrétti) og „equilibrium“ (jafnvægi). Nafnið Equinor er þó þegar í notkun í Noregi. Ríkisolíufyrirtækið þarf því að komast að samkomulagi við norskan dýralækni, en „equi“ vísar jafnframt til hests á latínu.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira