Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 13:30 Rýmingarsölur eru framundan í verslunum Toys R Us í Bretlandi. vísir/getty Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent