Upplýsingastríð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun