Kári bestur eftir áramót: „Staðan er geðveik akkúrat núna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:00 Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt stórbrotið tímabil vísir/anton Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira