Reiknivilla kostaði Hamilton sigurinn í Ástralíu Bragi Þórðarson skrifar 27. mars 2018 16:15 Hamilton varð að játa sig sigraðan um helgina. Vísir/Getty Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu. Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu.
Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00
Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn