Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 17:09 Lyklafellslína átti að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í dag framkvæmdaleyfi sem Hafnarfjarðarkaupstaður gaf út til Landsnets vegna Lyklafellslínu 1. Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna og segja framkvæmdir við að fjarlægja Haraneslínur og flytja Ísalínur muni tefjast til muna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir kærði útgáfu framkvæmdaleyfisins og sögðu of mikla áhættu tekna með vatnsból íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Úrskurðurinn er áfall fyrir sveitarfélagið og ljóst að áratuga bið eftir því að línurnar hverfi úr Skarðshlíð og Hamranesi styttist ekki við þennan úrskurð. Nú verður Landsnet að svara því með hvaða hætti þeir taka það verkefni áfram en það er ljóst að þetta þolir enga bið og bæjarbúar og bæjaryfirvöld vilja þessar línur burtu. Við eigum fund með þeim í fyrramálið klukkan níu þar sem meðal annars verður farið verður fram á skýr svör um framhaldið,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar. Hafnarfjarðarkaupstaður segist hafa fjárfest í mikilli uppbyggingu á svæðinu ásamt lóðarhöfum á svæðinu en gert sé ráð fyrir um 520 íbúðum í Skarðshlíðarhverfinu einu og sér. Þar sé verið að byggja grunn-, leik- og tónlistarskóla ásamt íþróttasal fyrir um fjóra milljarða króna. Línan hefur verið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. Framkvæmdin hafði einnig farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. „Við förum núna í það að kanna stöðu sveitarfélagsins í þessu máli og næstu skref en þetta eru ekki þær fréttir sem við hefðum vonað að fá frá úrskurðarnefndinni. Um leið og við hörmum þetta erum við ekki að gera lítið úr áhyggjum kærenda.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í dag framkvæmdaleyfi sem Hafnarfjarðarkaupstaður gaf út til Landsnets vegna Lyklafellslínu 1. Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna og segja framkvæmdir við að fjarlægja Haraneslínur og flytja Ísalínur muni tefjast til muna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir kærði útgáfu framkvæmdaleyfisins og sögðu of mikla áhættu tekna með vatnsból íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Úrskurðurinn er áfall fyrir sveitarfélagið og ljóst að áratuga bið eftir því að línurnar hverfi úr Skarðshlíð og Hamranesi styttist ekki við þennan úrskurð. Nú verður Landsnet að svara því með hvaða hætti þeir taka það verkefni áfram en það er ljóst að þetta þolir enga bið og bæjarbúar og bæjaryfirvöld vilja þessar línur burtu. Við eigum fund með þeim í fyrramálið klukkan níu þar sem meðal annars verður farið verður fram á skýr svör um framhaldið,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar. Hafnarfjarðarkaupstaður segist hafa fjárfest í mikilli uppbyggingu á svæðinu ásamt lóðarhöfum á svæðinu en gert sé ráð fyrir um 520 íbúðum í Skarðshlíðarhverfinu einu og sér. Þar sé verið að byggja grunn-, leik- og tónlistarskóla ásamt íþróttasal fyrir um fjóra milljarða króna. Línan hefur verið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. Framkvæmdin hafði einnig farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. „Við förum núna í það að kanna stöðu sveitarfélagsins í þessu máli og næstu skref en þetta eru ekki þær fréttir sem við hefðum vonað að fá frá úrskurðarnefndinni. Um leið og við hörmum þetta erum við ekki að gera lítið úr áhyggjum kærenda.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00