Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun