Kári mætti í Körfuboltakvöld eftir 6 stig á 3 sekúndum: „Eitt af skotum áratugarins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 09:00 Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41
Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17