Handbolti

Launalækkunin dugði ekki til │ Tandri og félagar í 8-liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri og félagar fagna fyrr á tímabilinu. <
Tandri og félagar fagna fyrr á tímabilinu. < vísir/afp
Skjern er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap í síðari leik liðsins gegn Veszprém í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Skjern vann fyrri leik liðanna, 32-25. Leiknum í kvöld töpuðu þeir með fimm mörkum, 34-29, og samanlagt vann Skjern því einvígið 61-59.

Eftir fyrri leikinn voru forráðamenn Veszprém brjálaðir og lækkuðu laun leikmanna og þjálfara liðsins niður í lágmarkslaun. Það dugði ekki til og er ungverski risinn úr leik en þeir spiluðu til úrslita í fyrra í Meistaradeildinni.

Staðan í hálfleik var 16-13 Veszprém í vil og þeir reyndu að auka við muninn en danska liðið spilaði mjög vel. Ótrúlegur sigur Tandra og félaga að leggja þennan risa að velli og komast í 8-liða úrlsitin.

Peter Nenandic skoraði 11 mörk fyrir Veszprém og Dejan Manaskov sex. Hinn magnaði Anders Eggert skoraði sjö mörk fyrir Skjern en Tandri Már Konráðsson stóð vaktina í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×