Seðlabankastjórar vara við fjármálalegri áhættu loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 10:47 Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, var einn þeirra sem ræddu um áhrif loftslagsbreytinga á fjármálakerfið á alþjóðlegum fundi seðlabankastjóra um loftslagsáhættu í Amsterdam. Vísir/AFP Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent