Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 14:16 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12