Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 20:00 Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent