Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 16:30 Arnar Guðjónsson við undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30