Enn ein heimsskýrslan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. apríl 2018 07:00 Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar